Um okkur

White Noise Ísland var stofnað af svefnlausum foreldrum.

Þegar yngsta dóttir okkar var um 4 mánaða fór hún að sofa illa, vaknaði á 30-60 mínútna fresti alla nóttina og tók einungis stutta lúra á daginn.

Við kynntum okkur þá allt sem tengist svefni ungabarna í þeirri von að hjálpa dóttir okkar að sofa betur. Við sóttum margskonar námskeið og ræddum m.a. við svefnráðgjafa, það sem stóð upp úr var svefnumhverfið og þ.á.m. White Noise tæki.

Við leituðum lengi af tæki sem gæti hentað okkur, tæki sem myndi ekki slökkva á sér eftir ákveðinn tíma, þráðlaust, endurhlaðanlegt og á góðu verði. Við höfum notað tækið síðan í febrúar 2022 ásamt svefnþjálfun og náð góðum árangri í að bæta svefn okkar allra.

Það er greinilega vöntun hér á Íslandi fyrir White Noise tækjum og er eftirspurnin mikil.

Markmiðið okkar er að bjóða upp á gæða tæki á góðu verði og veita framúrskarandi þjónustu!